Blautt og hlýtt sumar í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 10:12 Sumarið verður blautt og heitt, ef marka má spá Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Vísir/vilhelm Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira