Félag atvinnurekenda sakar kjötframleiðendur um tvískinnung Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. maí 2019 06:30 Hópur um örugg matvæli varar við innflutningi á kjöti. Nordicphotos/Getty Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir málflutning „Hóps um örugg matvæli“ en hópurinn hefur í auglýsingum varað við innflutningi á kjöti til landsins. Í tilkynningu frá FA er bent á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar séu einnig stórtækir kjötinnflytjendur. Er þar um að ræða Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarð, Síld og fisk, Matfugl og Kjarnafæði. Þessi fyrirtæki fengu úthlutað um þriðjungi af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur sem úthlutað var á fyrri hluta ársins, samkvæmt tollasamningi við ESB. Var þessi tollkvóti upp á tæp 470 tonn af kjötvörum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að samkvæmt málflutningi þessara fyrirtækja sé innflutt kjöt stórhættulegt og beri í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi. „Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ segir Ólafur. Hann segir að þessi fyrirtæki verði að fara að gera upp hug sinn. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur.“ Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Markmið frumvarpsins er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem farið er fram á þriggja ára aðlögunartíma vegna breytinganna. Það sé nauðsynlegt þar sem nú stefni í að málið verði afgreitt. Það sé óraunhæft að boðuð aðgerðaáætlun ráðherra sem efla eigi matvælaöryggi hafi einhver áhrif fyrir gildistöku laganna í haust. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir málflutning „Hóps um örugg matvæli“ en hópurinn hefur í auglýsingum varað við innflutningi á kjöti til landsins. Í tilkynningu frá FA er bent á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar séu einnig stórtækir kjötinnflytjendur. Er þar um að ræða Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarð, Síld og fisk, Matfugl og Kjarnafæði. Þessi fyrirtæki fengu úthlutað um þriðjungi af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur sem úthlutað var á fyrri hluta ársins, samkvæmt tollasamningi við ESB. Var þessi tollkvóti upp á tæp 470 tonn af kjötvörum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að samkvæmt málflutningi þessara fyrirtækja sé innflutt kjöt stórhættulegt og beri í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi. „Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ segir Ólafur. Hann segir að þessi fyrirtæki verði að fara að gera upp hug sinn. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur.“ Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Markmið frumvarpsins er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem farið er fram á þriggja ára aðlögunartíma vegna breytinganna. Það sé nauðsynlegt þar sem nú stefni í að málið verði afgreitt. Það sé óraunhæft að boðuð aðgerðaáætlun ráðherra sem efla eigi matvælaöryggi hafi einhver áhrif fyrir gildistöku laganna í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00