Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2019 21:15 Frá Þjórsárdalsvegi við Stóra-Núp ofan Árness. Þjóðvegurinn um Skeiða- og Gnúpverjahrepp var byggður upp í tengslum við smíði Búrfellsvirkjunar. Mynd/Stöð 2. Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna á þessu tímabili á núverandi verðlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á dögunum frá vegagerð Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar en með henni skapast ný ferðamannaleið um áhugavert svæði milli Húsavíkur og Mývatns. Landsvirkjun hefur raunar allt frá smíði Búrfellsvirkjunar staðið fyrir umfangsmikilli vegagerð í tengslum við framkvæmdir sínar. Þannig tók hún þátt í að byggja upp Skeiðaveg alla leið frá þjóðvegi 1 og inn að Búrfelli. Vegir sem lagðir voru vegna virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru ein helsta tenging almennings inn á hálendi landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Síðar byggði Landsvirkjun upp veginn frá Búrfelli og inn að Þórisvatni og með bundnu slitlagi sem nær að Vatnsfelli. Jafnframt fylgdu brýr yfir Þjórsá og Tungnaá en þessi vegagerð hefur átt stóran þátt í að greiða almenningi leið inn á hálendið. Vegirnir sem Landsvirkjun lagði vegna Blönduvirkjunar fyrir um þrjátíu árum eru eitt dæmið. Þeir eru einnig hluti Kjalvegar og ná langleiðina inn að Hveravöllum. Vegna Kárahnjúkavirkjunar var lagður nærri sextíu kílómetra vegur með bundnu slitlagi úr Fljótsdal og inn á öræfin.Vegir Landsvirkjunar nema alls 646 kílómetrum. Gulu línurnar tákna gróflega helstu vegi og slóða á hverju svæði en sýna ekki alla vegi.Grafík/TótlaSamkvæmt tölum sem Landsvirkjun tók saman fyrir okkur nemur lengd veganna á Þjórsársvæði nú 234 kílómetrum. Á Blöndusvæði 258 kílómetrum, en þar eru að mestu heiðarvegir. Á Þeistareykjasvæði verða vegirnir 48 kílómetra langir og á Kárahnjúkasvæði eru þeir 106 kílómetra langir. Landsvirkjunarvegir eru alls 646 kílómetrar, þar af hefur fyrirtækið sjálft alfarið kostað 593 kílómetra. Af stærstu brúm má nefna eina á Þjórsá, þrjár á Tungnaá og eina á Jökulsá í Fljótsdal, en hana greiddi orkufyrirtækið að hluta. Þá eru ekki talin með stíflumannvirki sem nýtast sem brýr.Yfirlit um hvernig fjárfestingar Landsvirkjunar í vegagerð skiptast. Í B-flokki eru þeir vegir sem Vegagerðin hefur endurgreitt Landsvirkjun, alls 53 kílómetrar.Grafik/Tótla.Vegina flokkar Landsvirkjun í þrjá flokka, Vegagerðin tók yfir rekstur þeirra sem eru í A-flokki, upp á 4,5 milljarða króna, í B-flokki eru þeir sem Vegagerðin endurgreiddi Landsvirkjun, og í C-flokki eru þeir sem fyrirtækið hefur lagt vegna reksturs virkjana og samninga við heimamenn, upp á 2,3 milljarða króna. Landsvirkjun hefur kostað um 800 milljónum króna í varanlegt slitlag, í brúargerð um þremur milljörðum króna og áætlar gróflega að vegagerð hennar í gegnum tíðina nemi nú 10,6 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Jarðhiti Húnavatnshreppur Orkumál Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna á þessu tímabili á núverandi verðlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á dögunum frá vegagerð Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar en með henni skapast ný ferðamannaleið um áhugavert svæði milli Húsavíkur og Mývatns. Landsvirkjun hefur raunar allt frá smíði Búrfellsvirkjunar staðið fyrir umfangsmikilli vegagerð í tengslum við framkvæmdir sínar. Þannig tók hún þátt í að byggja upp Skeiðaveg alla leið frá þjóðvegi 1 og inn að Búrfelli. Vegir sem lagðir voru vegna virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru ein helsta tenging almennings inn á hálendi landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Síðar byggði Landsvirkjun upp veginn frá Búrfelli og inn að Þórisvatni og með bundnu slitlagi sem nær að Vatnsfelli. Jafnframt fylgdu brýr yfir Þjórsá og Tungnaá en þessi vegagerð hefur átt stóran þátt í að greiða almenningi leið inn á hálendið. Vegirnir sem Landsvirkjun lagði vegna Blönduvirkjunar fyrir um þrjátíu árum eru eitt dæmið. Þeir eru einnig hluti Kjalvegar og ná langleiðina inn að Hveravöllum. Vegna Kárahnjúkavirkjunar var lagður nærri sextíu kílómetra vegur með bundnu slitlagi úr Fljótsdal og inn á öræfin.Vegir Landsvirkjunar nema alls 646 kílómetrum. Gulu línurnar tákna gróflega helstu vegi og slóða á hverju svæði en sýna ekki alla vegi.Grafík/TótlaSamkvæmt tölum sem Landsvirkjun tók saman fyrir okkur nemur lengd veganna á Þjórsársvæði nú 234 kílómetrum. Á Blöndusvæði 258 kílómetrum, en þar eru að mestu heiðarvegir. Á Þeistareykjasvæði verða vegirnir 48 kílómetra langir og á Kárahnjúkasvæði eru þeir 106 kílómetra langir. Landsvirkjunarvegir eru alls 646 kílómetrar, þar af hefur fyrirtækið sjálft alfarið kostað 593 kílómetra. Af stærstu brúm má nefna eina á Þjórsá, þrjár á Tungnaá og eina á Jökulsá í Fljótsdal, en hana greiddi orkufyrirtækið að hluta. Þá eru ekki talin með stíflumannvirki sem nýtast sem brýr.Yfirlit um hvernig fjárfestingar Landsvirkjunar í vegagerð skiptast. Í B-flokki eru þeir vegir sem Vegagerðin hefur endurgreitt Landsvirkjun, alls 53 kílómetrar.Grafik/Tótla.Vegina flokkar Landsvirkjun í þrjá flokka, Vegagerðin tók yfir rekstur þeirra sem eru í A-flokki, upp á 4,5 milljarða króna, í B-flokki eru þeir sem Vegagerðin endurgreiddi Landsvirkjun, og í C-flokki eru þeir sem fyrirtækið hefur lagt vegna reksturs virkjana og samninga við heimamenn, upp á 2,3 milljarða króna. Landsvirkjun hefur kostað um 800 milljónum króna í varanlegt slitlag, í brúargerð um þremur milljörðum króna og áætlar gróflega að vegagerð hennar í gegnum tíðina nemi nú 10,6 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Jarðhiti Húnavatnshreppur Orkumál Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15