Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 08:15 John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira