Samkeppnishæfnin vænkast en áskoranir fram undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:41 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira