Langflestir sem keyra á dýr stinga af Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 14:30 Tilkynnt var um 140 lömb og ær sem drápust í umferðinni í Austur-Skaftafellssýslu í fyrra. Vísir/Stefán Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri. Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri.
Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira