Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 23:00 Þristurinn Liberty var eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku. Hann tók einnig þátt í innrásinni í Normandí og þurfti viðgerð vegna kúlnagata á skrokknum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15