Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 15:15 Flugvélin "That's All, Brother" er sú sögufrægasta í leiðangrinum en hún var forystuvél inrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15