Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:42 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við fyrirtökuna fór verjandi þeirra, Bjarnfreður Ólafsson, fram á því að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Frá þessu er greint á vef RÚV og haft eftir Bjarnfreði að ef að liðsmenn Sigur Rósar yrðu sakfelldir í málinu þá yrði því líklega skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Að því er fram kemur í frétt RÚV benti Bjarnfreður á það fyrir dómi í dag að meðlimum Sigur Rósar hefði þegar verið gert að greiða álag en MDE komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljónir króna sektar fyrir brot á skattalögum. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir höfðu hins vegar áður verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot og komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði þannig brotið gegn 4. grein Mannréttindasáttmálans þar sem fjallað er um rétt einstaklingsins til þess að vera ekki saksóttur eða refsað tvisvar fyrir sama brotið. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Þá sagði Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra meðlima sveitarinnar. Uppfært klukkan 13:07: Rætt var við Bjarnfreð, verjanda Sigur Rósar, í hádegisfréttum Bylgjunnar og má heyra fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19 Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við fyrirtökuna fór verjandi þeirra, Bjarnfreður Ólafsson, fram á því að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Frá þessu er greint á vef RÚV og haft eftir Bjarnfreði að ef að liðsmenn Sigur Rósar yrðu sakfelldir í málinu þá yrði því líklega skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Að því er fram kemur í frétt RÚV benti Bjarnfreður á það fyrir dómi í dag að meðlimum Sigur Rósar hefði þegar verið gert að greiða álag en MDE komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljónir króna sektar fyrir brot á skattalögum. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir höfðu hins vegar áður verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot og komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði þannig brotið gegn 4. grein Mannréttindasáttmálans þar sem fjallað er um rétt einstaklingsins til þess að vera ekki saksóttur eða refsað tvisvar fyrir sama brotið. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Þá sagði Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra meðlima sveitarinnar. Uppfært klukkan 13:07: Rætt var við Bjarnfreð, verjanda Sigur Rósar, í hádegisfréttum Bylgjunnar og má heyra fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19 Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. 3. apríl 2019 12:19
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30