Risaáætlun Kínverja um tengingu við umheiminn Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2019 19:30 Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett. Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett.
Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00
Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00