Norðurskautsmál rædd í Sjanghæ Guðjón S. Brjánsson og Sigurður Ólafsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Norðurslóðir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun