Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 13:21 Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Vísir/Getty Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00