Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 12:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira