Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 10:59 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa. Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa.
Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04