Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðraganga, segir ökumenn löghlýðna. Fréttablaðið/Auðunn Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira