Lloris: „Ég stóð af mér storminn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2019 13:00 Hugo Lloris er fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins vísir/Getty Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira