Segir fullyrðingar sínar um fall WOW air standa óhaggaðar Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 13:51 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air. Vísir Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air, segir svör Skúla Mogensen um fullyrðingar sem birtust í bókinni einungis sýna fram á mikilvægi bókarinnar. Í nýrri Facebook-færslu svarar Stefán Einar þeim sex atriðum sem Skúli sjálfur tók fyrir á sinni síðu í gær.Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Í færslu sinni í gær vísaði Skúli því á bug að Ben Baldanza hefði komið inn í stjórn WOW air fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus eða öðrum hagsmunaaðilum. Stefán Einar segir þá fullyrðingu Skúla ganga í berhögg við þær upplýsingar sem hann býr yfir frá aðilum sem hann leitaði til við skrif bókarinnar. Hann hafi enga ástæðu til þess að efast um trúverðugleika þeirra upplýsinga. Þá gefur hann lítið fyrir fullyrðingar Skúla um að það sé rangt að Airbus og aðrir leigusalar fyrirtækisins hafi haft áhyggjur af rekstri WOW árið 2016 en Stefán segir sömu heimildarmenn og hann vísaði áður til hafa staðfest að slíkar fullyrðingar voru til staðar. Margir hafi sannfærst um að það stefndi í óefni, sérstaklega eftir að félagið lýsti því yfir í nóvember 2015 að það ætlaði að taka í þjónustu þrjár nýjar breiðþotur. „Skúli hefur reyndar viðurkennt að „kaupin“ á þessum vélum hafi reynst banabiti félagsins. Vandinn er aðeins sá að hann sá það ekki fyrr en um seinan en reynsluboltar í flugheiminum vissu frá upphafi hvað pöntunin gæti leitt yfir félagið,“ skrifar Stefán Einar í færslu sinni.Gríðarleg starfsmannavelta í stjórn vitnisburður um ágreining Skúli sagði í færslu sinni að það sé alfarið rangt að hann ásamt stjórn félagsins hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annarra í flugheiminum. Það liggi fyrir að mistök voru gerð en þau hafi talið þær vera réttar á sínum tíma. „Allar stærri ákvarðanir voru ræddar ítrekað á stjórnarfundum félagsins þar með talið flotamál og leiðarkerfi félagsins. Ben tók virkan þátt í þeim umræðum og var oft með gott innlegg í umræðuna en hann skilaði aldrei séráliti um nein málefni félagsins né í neinum ákvörðunum sem teknar voru á stjórnarfundum WOW air,“ skrifaði Skúli í gær. Stefán segir að gríðarleg starfsmannavelta hafi verið meðal stjórnenda fyrirtækisins sem leiði líkum að því að ágreiningur hafi verið uppi. Hann bendir þá á fyrri ummæli Baldanza og segir það vera alveg ljóst að ekki hafi verið hlustað á ráðleggingar reynslumeiri aðila en Baldanza ritaði grein á vef sínum eftir gjaldþrot félagsins þar sem hann nefndi fimm ástæður fyrir falli þess. Þar segist hann jafnframt hafa varað við þeim í þrjú ár, án árangurs.Sjá einnig: Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Fjórða atriðið sem Skúli tekur fyrir og Stefán svarar snýr að skuldabréfaútboði félagsins þar sem Stefán segir gögn sín benda sterklega til þess að helmingurinn af því fjármagni sem safnaðist í útboðinu hafa falið í sér einhvers konar skuldaleiðréttingu eða skuldabreytingu. Það sé ljóst að þátttaka Airbus, ALC, Avolon, Arion banka og fleiri aðila hafi verið bundin slíkum skilyrðum og að Björgólfur Thor Björgólfsson, sem lagði þrjár milljónir evra til í því útboði, hafi ekki gert athugasemd við þennan þátt málsins þrátt fyrir að hafa tjáð sig um efni bókarinnar með afgerandi hætti.Skúli Mogensen svaraði fullyrðingum Stefáns í færslu á Facebook í gær. Vísir/VilhelmViðræður við Icelandair „ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upplýsa viðskiptamenn sína um mikilvægar ákvarðanir“ Í færslu sinni segir Skúli viðræður sínar við Icelandair hafa verið á óformlegum nótum. Hann hafi fyrst hitt Ómar Benediktsson fyrir tilviljun á flugráðstefnu þar sem þeir spjölluðu saman. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um um að hittast í kaffi ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Stefán Einar segir viðræðurnar hafa verið aðeins meira en kaffispjall þar sem tillögur að eignarhlut Skúla í sameinuðu félagi Icelandair og WOW voru lagðar fram. Þá hafi fleiri komið að viðræðunum en þau sem Skúli nefnir og aðeins greint frá því í bókinni að Icelandair hafi talið nauðsynlegt að tilkynna markaðnum um viðræðurnar. Sú staðreynd hafi ekki verið hrakin. „Skúli var á öðru máli. Það var ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upplýsa viðskiptamenn sína um mikilvægar ákvarðanir eða vendingar í rekstri félagsins,“ skrifar Stefán. Þá segir Stefán Einar ekkert í orðum Skúla hrekja það sem fram kemur í bókinni um aðkomu Samgöngustofu og annarra opinberra aðila að málefnum WOW air. Í bókinni sé gerð skilmerkilega grein fyrir tilraunum forsvarsmanna félagsins til að bjarga því og aldrei haldið því fram að þeir einstaklingar hafi ekki haft trú á því sem þeir voru að gera. „Það breytir ekki þeirri staðreynd að Samgöngustofa vinnur eftir strangri reglusetningu sem stofnuninni er ekki heimilt að sveigja eða beygja, jafnvel þótt Skúli Mogensen eigi í hlut. Á það hef ég bent, líkt og fleiri og nú hefur Ríkisendurskoðun það verkefni með höndum að fara ofan í saumana á því máli,“ skrifar Stefán Einar að lokum.Segir bókina standa óhaggaða Stefán Einar segir fullyrðingar Skúla um bókina sem og frétt Morgunblaðsins sem hann vísar til ekki standast skoðun. Fréttinn sem um ræðir fullyrti að WOW air skuldaði Isavia tvo milljarða og birtist í september á síðasta ári og sagði Skúli fréttina hafa haft mjög neikvæð áhrif á bæði skuldabréfaútboðið sem og starfsemi WOW air. „Þegar fréttin var birt í Morgunblaðinu var einnig ágústmánuður og helmingur septembermánaðar liðinn og WOW air búið að stofna til útgjalda upp á tæpan milljarð til viðbótar við vanskilaskuldina. Þess vegna var rétt sem Morgunblaðið hélt fram að WOW air skuldaði um tvo milljarða, þar af um helminginn gjaldfallinn á þeim tíma,“ skrifar Stefán og segir Skúla ekki geta haldið því fram að einu skuldir félagsins hafi verið þær sem komnar voru fram yfir greiðslufrest. „Hvað sem líður stóryrtum yfirlýsingum Skúla Mogensen í minn garð stendur bókin WOW ris og fall flugfélags óhögguð og óhrakin. Nú eru fjölmargir aðilar að rannsaka málefni WOW air og á komandi mánuðum mun málarekstur innan dómstóla og utan leiða sannleikann fram með enn skýrari hætti en mér var unnt að gera á þeim fimm vikum sem ritunartími bókarinnar spannaði,“ skrifar Stefán að lokum og segist sannfærður um að sú mynd sem muni koma í ljós verði í samræmi við það sem hann hefur áður sagt. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Samfélagsmiðlar WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli Mogensen hefur sakað Stefán Einar Stefánsson um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins WOW. 9. júní 2019 19:13 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air, segir svör Skúla Mogensen um fullyrðingar sem birtust í bókinni einungis sýna fram á mikilvægi bókarinnar. Í nýrri Facebook-færslu svarar Stefán Einar þeim sex atriðum sem Skúli sjálfur tók fyrir á sinni síðu í gær.Sjá einnig: Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Í færslu sinni í gær vísaði Skúli því á bug að Ben Baldanza hefði komið inn í stjórn WOW air fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus eða öðrum hagsmunaaðilum. Stefán Einar segir þá fullyrðingu Skúla ganga í berhögg við þær upplýsingar sem hann býr yfir frá aðilum sem hann leitaði til við skrif bókarinnar. Hann hafi enga ástæðu til þess að efast um trúverðugleika þeirra upplýsinga. Þá gefur hann lítið fyrir fullyrðingar Skúla um að það sé rangt að Airbus og aðrir leigusalar fyrirtækisins hafi haft áhyggjur af rekstri WOW árið 2016 en Stefán segir sömu heimildarmenn og hann vísaði áður til hafa staðfest að slíkar fullyrðingar voru til staðar. Margir hafi sannfærst um að það stefndi í óefni, sérstaklega eftir að félagið lýsti því yfir í nóvember 2015 að það ætlaði að taka í þjónustu þrjár nýjar breiðþotur. „Skúli hefur reyndar viðurkennt að „kaupin“ á þessum vélum hafi reynst banabiti félagsins. Vandinn er aðeins sá að hann sá það ekki fyrr en um seinan en reynsluboltar í flugheiminum vissu frá upphafi hvað pöntunin gæti leitt yfir félagið,“ skrifar Stefán Einar í færslu sinni.Gríðarleg starfsmannavelta í stjórn vitnisburður um ágreining Skúli sagði í færslu sinni að það sé alfarið rangt að hann ásamt stjórn félagsins hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annarra í flugheiminum. Það liggi fyrir að mistök voru gerð en þau hafi talið þær vera réttar á sínum tíma. „Allar stærri ákvarðanir voru ræddar ítrekað á stjórnarfundum félagsins þar með talið flotamál og leiðarkerfi félagsins. Ben tók virkan þátt í þeim umræðum og var oft með gott innlegg í umræðuna en hann skilaði aldrei séráliti um nein málefni félagsins né í neinum ákvörðunum sem teknar voru á stjórnarfundum WOW air,“ skrifaði Skúli í gær. Stefán segir að gríðarleg starfsmannavelta hafi verið meðal stjórnenda fyrirtækisins sem leiði líkum að því að ágreiningur hafi verið uppi. Hann bendir þá á fyrri ummæli Baldanza og segir það vera alveg ljóst að ekki hafi verið hlustað á ráðleggingar reynslumeiri aðila en Baldanza ritaði grein á vef sínum eftir gjaldþrot félagsins þar sem hann nefndi fimm ástæður fyrir falli þess. Þar segist hann jafnframt hafa varað við þeim í þrjú ár, án árangurs.Sjá einnig: Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Fjórða atriðið sem Skúli tekur fyrir og Stefán svarar snýr að skuldabréfaútboði félagsins þar sem Stefán segir gögn sín benda sterklega til þess að helmingurinn af því fjármagni sem safnaðist í útboðinu hafa falið í sér einhvers konar skuldaleiðréttingu eða skuldabreytingu. Það sé ljóst að þátttaka Airbus, ALC, Avolon, Arion banka og fleiri aðila hafi verið bundin slíkum skilyrðum og að Björgólfur Thor Björgólfsson, sem lagði þrjár milljónir evra til í því útboði, hafi ekki gert athugasemd við þennan þátt málsins þrátt fyrir að hafa tjáð sig um efni bókarinnar með afgerandi hætti.Skúli Mogensen svaraði fullyrðingum Stefáns í færslu á Facebook í gær. Vísir/VilhelmViðræður við Icelandair „ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upplýsa viðskiptamenn sína um mikilvægar ákvarðanir“ Í færslu sinni segir Skúli viðræður sínar við Icelandair hafa verið á óformlegum nótum. Hann hafi fyrst hitt Ómar Benediktsson fyrir tilviljun á flugráðstefnu þar sem þeir spjölluðu saman. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um um að hittast í kaffi ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Stefán Einar segir viðræðurnar hafa verið aðeins meira en kaffispjall þar sem tillögur að eignarhlut Skúla í sameinuðu félagi Icelandair og WOW voru lagðar fram. Þá hafi fleiri komið að viðræðunum en þau sem Skúli nefnir og aðeins greint frá því í bókinni að Icelandair hafi talið nauðsynlegt að tilkynna markaðnum um viðræðurnar. Sú staðreynd hafi ekki verið hrakin. „Skúli var á öðru máli. Það var ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upplýsa viðskiptamenn sína um mikilvægar ákvarðanir eða vendingar í rekstri félagsins,“ skrifar Stefán. Þá segir Stefán Einar ekkert í orðum Skúla hrekja það sem fram kemur í bókinni um aðkomu Samgöngustofu og annarra opinberra aðila að málefnum WOW air. Í bókinni sé gerð skilmerkilega grein fyrir tilraunum forsvarsmanna félagsins til að bjarga því og aldrei haldið því fram að þeir einstaklingar hafi ekki haft trú á því sem þeir voru að gera. „Það breytir ekki þeirri staðreynd að Samgöngustofa vinnur eftir strangri reglusetningu sem stofnuninni er ekki heimilt að sveigja eða beygja, jafnvel þótt Skúli Mogensen eigi í hlut. Á það hef ég bent, líkt og fleiri og nú hefur Ríkisendurskoðun það verkefni með höndum að fara ofan í saumana á því máli,“ skrifar Stefán Einar að lokum.Segir bókina standa óhaggaða Stefán Einar segir fullyrðingar Skúla um bókina sem og frétt Morgunblaðsins sem hann vísar til ekki standast skoðun. Fréttinn sem um ræðir fullyrti að WOW air skuldaði Isavia tvo milljarða og birtist í september á síðasta ári og sagði Skúli fréttina hafa haft mjög neikvæð áhrif á bæði skuldabréfaútboðið sem og starfsemi WOW air. „Þegar fréttin var birt í Morgunblaðinu var einnig ágústmánuður og helmingur septembermánaðar liðinn og WOW air búið að stofna til útgjalda upp á tæpan milljarð til viðbótar við vanskilaskuldina. Þess vegna var rétt sem Morgunblaðið hélt fram að WOW air skuldaði um tvo milljarða, þar af um helminginn gjaldfallinn á þeim tíma,“ skrifar Stefán og segir Skúla ekki geta haldið því fram að einu skuldir félagsins hafi verið þær sem komnar voru fram yfir greiðslufrest. „Hvað sem líður stóryrtum yfirlýsingum Skúla Mogensen í minn garð stendur bókin WOW ris og fall flugfélags óhögguð og óhrakin. Nú eru fjölmargir aðilar að rannsaka málefni WOW air og á komandi mánuðum mun málarekstur innan dómstóla og utan leiða sannleikann fram með enn skýrari hætti en mér var unnt að gera á þeim fimm vikum sem ritunartími bókarinnar spannaði,“ skrifar Stefán að lokum og segist sannfærður um að sú mynd sem muni koma í ljós verði í samræmi við það sem hann hefur áður sagt.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Samfélagsmiðlar WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli Mogensen hefur sakað Stefán Einar Stefánsson um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins WOW. 9. júní 2019 19:13 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45
Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli Mogensen hefur sakað Stefán Einar Stefánsson um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins WOW. 9. júní 2019 19:13