Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:17 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin. Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin.
Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17
Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36