Vald og ábyrgð Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2019 08:00 Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun