Losa sig við áreitisvörnina til að fjölga körlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:31 Á hverjum degi opnast fyrir spjalltengingu við einn notanda sem hverfur svo á miðnætti. Eina leiðin til að halda spjallinu gangandi eftir miðnætti er ef báðir aðilar hafa valið að framlengja spjallið. skjáskot Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One. Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One.
Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00
Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31