Lykilstjórnendur kínverska risans Alibaba draga sig brátt í hlé Helgi Vífill Júlíusson skrifar 26. júní 2019 08:00 Jack Ma, stofnandi Alibaba. Vísir/getty Senn líður að því að lykilstjórnendur kínverska netverslunarrisans Alibaba dragi sig í hlé. Jack Ma, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 20 árum, mun víkja úr sæti stjórnarformanns í september og framkvæmdastjórinn, Joe Tsai, ber ábyrgð á færri verkefnum en áður. Í síðustu viku, minna en ári eftir að Ma upplýsti að hann hygðist láta af störfum, tilkynnti fyrirtækið að fjármálastjórinn Maggie Wu myndi taka að sér stefnumarkandi fjárfestingar og starfa við hlið Tsai. Ma og Tsai eru óhjákvæmilega alltaf tengdir við Alibaba sem metið er á yfir 400 milljarða dollara. Sagt er að Tsai sé eins konar hliðarsjálf við Ma sem er óútreiknanlegur. Tsai er fágaður, lærði lögfræði í Yale og getur rætt við háa sem lága, segir í frétt Financial Times. Það hefur verið rætt innan veggja Alibaba frá árinu 2002 að Ma myndi stíga til hliða því fyrirtækið óx svo hratt. Sú vinna hefur leitt til þess að fjöldi starfsmanna getur tekið að sér mikla ábyrgð. Yngri stjórnendur hafa að undanförnu verið ráðnir í æðstu stjórnendastöður samhliða breyttu landslagi í rekstri. Dregið hefur úr hagvexti í Kína, færri nýir eru að byrja á netinu en áður og samkeppnin fer stigvaxandi. Stjórnvöld gefa enn fremur tæknirisum ekki jafn lausan taum og áður. Tollastríð Kína og Bandaríkjanna hefur haft það í för með sér að virðiskeðjur fyrirtækja eru ekki jafn fýsilegar og áður. Tollastríðið hefur jafnframt haft slæm áhrif á markað með kaup og sölu á fyrirtækjum. Daniel Zhang, forstjóri Alibaba og verðandi stjórnarformaður, og Wu, sem starfað hefur fyrir tæknirisann frá árinu 2007, fá helstu áskoranir í rekstrinum í fangið. Þau eru endurskoðendur og búist er við að þau muni stýra fyrirtækinu með hefðbundnari hætti en áður hefur verið. Reiknað er með að þau muni beina sjónum sínum í meiri mæli að heimamarkaði sem rekja má meðal annars til tollastríðsins. Sagt er að það sé rökrétt að Wu taki við fjárfestingunum því ekki sé nóg að eignast hluti í fyrirtækjum heldur þurfi að tengja þau við Alibaba-vistkerfið. Þar með er ekki sagt, að verið sé að búa hana undir að verða forstjóri. Hennar helstu styrkleikar felast í fjármálastjórn, segir í fréttinni. Að því sögðu hefur hún tekið yfir mikilvægan hlekk í starfsemi Alibaba. Tæknirisinn hefur nefnilega fjárfest í um 350 fyrirtækjum. Alibaba er engu að síður hálfdrættingur á við keppinautinn Tencent hvað þetta varðar. Hjá Alibaba starfa um 100 manns við fjárfestingar og sviðið skilaði um 30 prósentum af hagnaði fyrirtækisins í fyrra. Jack Clark, höfundur bókarinnar Alibaba: The House That Jack Ma built, segir að ólíklegt sé að tvíeykið muni eitt setja saman stórar áætlanir um fjárfestingar alþjóðlega. Nefndir muni taka það að sér enda sé fyrirtækið að verða æ miðstýrðara. Innanbúðarmenn eru brattari hvað varðar nýjan kafla í rekstri Alibaba. Þeir rifja upp að áður hafi verið sagt að enginn gæti komið í stað Steve Jobs, forstjóra Apple, en Tim Cook og hans teymi hafi tekið við keflinu og staðið sig glimrandi vel. Aðrir benda á að Jack Ma hafi enn mikið að segja um hverjir sitja í stjórn netverslunarrisans. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Senn líður að því að lykilstjórnendur kínverska netverslunarrisans Alibaba dragi sig í hlé. Jack Ma, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 20 árum, mun víkja úr sæti stjórnarformanns í september og framkvæmdastjórinn, Joe Tsai, ber ábyrgð á færri verkefnum en áður. Í síðustu viku, minna en ári eftir að Ma upplýsti að hann hygðist láta af störfum, tilkynnti fyrirtækið að fjármálastjórinn Maggie Wu myndi taka að sér stefnumarkandi fjárfestingar og starfa við hlið Tsai. Ma og Tsai eru óhjákvæmilega alltaf tengdir við Alibaba sem metið er á yfir 400 milljarða dollara. Sagt er að Tsai sé eins konar hliðarsjálf við Ma sem er óútreiknanlegur. Tsai er fágaður, lærði lögfræði í Yale og getur rætt við háa sem lága, segir í frétt Financial Times. Það hefur verið rætt innan veggja Alibaba frá árinu 2002 að Ma myndi stíga til hliða því fyrirtækið óx svo hratt. Sú vinna hefur leitt til þess að fjöldi starfsmanna getur tekið að sér mikla ábyrgð. Yngri stjórnendur hafa að undanförnu verið ráðnir í æðstu stjórnendastöður samhliða breyttu landslagi í rekstri. Dregið hefur úr hagvexti í Kína, færri nýir eru að byrja á netinu en áður og samkeppnin fer stigvaxandi. Stjórnvöld gefa enn fremur tæknirisum ekki jafn lausan taum og áður. Tollastríð Kína og Bandaríkjanna hefur haft það í för með sér að virðiskeðjur fyrirtækja eru ekki jafn fýsilegar og áður. Tollastríðið hefur jafnframt haft slæm áhrif á markað með kaup og sölu á fyrirtækjum. Daniel Zhang, forstjóri Alibaba og verðandi stjórnarformaður, og Wu, sem starfað hefur fyrir tæknirisann frá árinu 2007, fá helstu áskoranir í rekstrinum í fangið. Þau eru endurskoðendur og búist er við að þau muni stýra fyrirtækinu með hefðbundnari hætti en áður hefur verið. Reiknað er með að þau muni beina sjónum sínum í meiri mæli að heimamarkaði sem rekja má meðal annars til tollastríðsins. Sagt er að það sé rökrétt að Wu taki við fjárfestingunum því ekki sé nóg að eignast hluti í fyrirtækjum heldur þurfi að tengja þau við Alibaba-vistkerfið. Þar með er ekki sagt, að verið sé að búa hana undir að verða forstjóri. Hennar helstu styrkleikar felast í fjármálastjórn, segir í fréttinni. Að því sögðu hefur hún tekið yfir mikilvægan hlekk í starfsemi Alibaba. Tæknirisinn hefur nefnilega fjárfest í um 350 fyrirtækjum. Alibaba er engu að síður hálfdrættingur á við keppinautinn Tencent hvað þetta varðar. Hjá Alibaba starfa um 100 manns við fjárfestingar og sviðið skilaði um 30 prósentum af hagnaði fyrirtækisins í fyrra. Jack Clark, höfundur bókarinnar Alibaba: The House That Jack Ma built, segir að ólíklegt sé að tvíeykið muni eitt setja saman stórar áætlanir um fjárfestingar alþjóðlega. Nefndir muni taka það að sér enda sé fyrirtækið að verða æ miðstýrðara. Innanbúðarmenn eru brattari hvað varðar nýjan kafla í rekstri Alibaba. Þeir rifja upp að áður hafi verið sagt að enginn gæti komið í stað Steve Jobs, forstjóra Apple, en Tim Cook og hans teymi hafi tekið við keflinu og staðið sig glimrandi vel. Aðrir benda á að Jack Ma hafi enn mikið að segja um hverjir sitja í stjórn netverslunarrisans.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira