Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 17:58 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53