Aðeins 15 af 63 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2019 12:40 Valborg segir að þrátt fyrir aukningu í námið sé ekki verið að fjölga í hópi leikskólakennara. Um sé að ræða fólk sem starfi á leikskólum sem hafi ákveðið að sækja sér menntun. vísir/vilhelm Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00