Sjálfstæðið 2.0 Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. júní 2019 08:00 Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun