Notaði brennivínið til að halda sér gangandi Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 16:34 Ingólfur Þórarinsson var gestur Kjartans Atla í Íslandi í dag. Tónlistarmanninn og Sunnlendinginn Ingólf Þórarinsson þekkja flestir og þá helst undir nafninu Ingó veðurguð. Ingó gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Veðurguðunum, spilaði fótbolta í efstu deild með Selfoss og hefur nú séð um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá árinu 2013. Fyrir rúmu ári síðan varð vendipunktur í lífi Ingólfs þegar hann ákvað að setja tappann í flöskuna og hætta að drekka. Kjartan Atli Kjartansson úr Íslandi í dag hitti Ingó og ræddi við hann um stóru málin.Yfirspenntur í brekkusöngnum 2013 Ingólfur tók við brekkusöngnum af Alþingismanninum Árna Johnsen árið 2013 og hefur séð um hann síðan. Nú er rúmur mánuður til stefnu til næsta Brekkusöngs en Ingó segir að hann hafi tekið því sem miklu hrósi þegar haft var samband við hann fyrir Þjóðhátíð 2013 og hann beðinn um að taka við. „Ég man hvar ég var þegar þeir hringdu, ég var í sunnudagssteikinni heima hjá mömmu og pabba á Selfossi. Þetta var smá stressandi en líka hrós í leiðinni að vera beðinn um að stýra þessu,“ segir Ingó og segist hafa verið yfirspenntur þegar hann stýrði brekkunni í fyrsta sinn og spilaði af þeim sökum allt of hratt. Þá segir Ingó að fólk átti sig ekki á því að hann geti ekki notið stemmningunnar í brekkunni, því hljóðið sé svo lengi að berast til baka. Því setjist hann niður að Þjóðhátíð lokinni, finni upptöku frá brekkusöngnum og leggi við hlustir.Hér að neðan má sjá Brekkusönginn 2013, frumraun Ingólfs, í heild sinni.Tón- og fótboltaelskir bræður Ingó og bróðir hans, atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta Guðmundur Þórarinsson eiga margt sameiginlegt en auk þess að vera Þórarinssynir og hafa haft mikla hæfileika í knattspyrnunni eru þeir báðir mjög tónelskir og tók Guðmundur til að mynda þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þá hafa þeir bræður nýlega gefið út sumarsmellinn Sumargleðina ásamt læknanemanum og plötusnúðnum Doctor Victor. Ingó talar vel um bróður sinn og segir að í æsku hafi Guðmundur, sem er sex árum yngri en Ingólfur alltaf verið með Ingólfi og vinum hans, spilað með þeim fótbolta og ekkert gefið eftir. Um ástæðurnar að baki tónlistarhæfileikum bræðranna segir Ingó: „ Ég held það sé með marga sem hneigjast að tónlist að þeir svona þurfa þetta. Þetta kemur í staðin fyrir eitthvað hjá mörgum, einhverskonar fix.“Ingó varð heimsþekktur á Íslandi með laginu Bahama með Veðurguðunum.Full hreinskilinn á „brennivínstímabilinu“ Ingó segir að þegar á „brennivínstímabili“ hans stóð hafi hann á köflum verið full hreinskilinn. „Það kom manni í smá vandræði, það var engin bremsa. Mér fannst ég alltaf vera að segja sannleikann en oft má satt kyrrt liggja,“ segir Ingólfur. Ingó hætti að drekka fyrir ári síðan en hann segir lífsstílinn hafa haft áhrif á gæði frammistöðu hans á tónleikum. „Þetta voru aldrei 2-3, svona 20-30 frekar, á hverju kvöldi og haldið áfram. Svo var maður bara orðinn bensínlaus í tónlistarbransanum. Hvort sem að áfengið hafi valdið því eða að ég hafi bara keyrt mig út og hafi notað brennivínið til að halda mér gangandi,“ segir Ingólfur sem segist finna fyrir því að giggin gangi miklu betur eftir að hann hætti að drekka. „Fólk skynjar að þegar listamaðurinn er virkilega að leggja sig fram, þá virðir það listamanninn meira,“ segir Ingó og bætir við að lífsstíll sem þessi virki kannski þegar maður sé rokkstjarna í Bandaríkjunum en ekki hjá tónlistarmönnum sem mæta og trylla lýðinn í fertugsafmælum landsins.Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Tónlistarmanninn og Sunnlendinginn Ingólf Þórarinsson þekkja flestir og þá helst undir nafninu Ingó veðurguð. Ingó gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Veðurguðunum, spilaði fótbolta í efstu deild með Selfoss og hefur nú séð um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá árinu 2013. Fyrir rúmu ári síðan varð vendipunktur í lífi Ingólfs þegar hann ákvað að setja tappann í flöskuna og hætta að drekka. Kjartan Atli Kjartansson úr Íslandi í dag hitti Ingó og ræddi við hann um stóru málin.Yfirspenntur í brekkusöngnum 2013 Ingólfur tók við brekkusöngnum af Alþingismanninum Árna Johnsen árið 2013 og hefur séð um hann síðan. Nú er rúmur mánuður til stefnu til næsta Brekkusöngs en Ingó segir að hann hafi tekið því sem miklu hrósi þegar haft var samband við hann fyrir Þjóðhátíð 2013 og hann beðinn um að taka við. „Ég man hvar ég var þegar þeir hringdu, ég var í sunnudagssteikinni heima hjá mömmu og pabba á Selfossi. Þetta var smá stressandi en líka hrós í leiðinni að vera beðinn um að stýra þessu,“ segir Ingó og segist hafa verið yfirspenntur þegar hann stýrði brekkunni í fyrsta sinn og spilaði af þeim sökum allt of hratt. Þá segir Ingó að fólk átti sig ekki á því að hann geti ekki notið stemmningunnar í brekkunni, því hljóðið sé svo lengi að berast til baka. Því setjist hann niður að Þjóðhátíð lokinni, finni upptöku frá brekkusöngnum og leggi við hlustir.Hér að neðan má sjá Brekkusönginn 2013, frumraun Ingólfs, í heild sinni.Tón- og fótboltaelskir bræður Ingó og bróðir hans, atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta Guðmundur Þórarinsson eiga margt sameiginlegt en auk þess að vera Þórarinssynir og hafa haft mikla hæfileika í knattspyrnunni eru þeir báðir mjög tónelskir og tók Guðmundur til að mynda þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þá hafa þeir bræður nýlega gefið út sumarsmellinn Sumargleðina ásamt læknanemanum og plötusnúðnum Doctor Victor. Ingó talar vel um bróður sinn og segir að í æsku hafi Guðmundur, sem er sex árum yngri en Ingólfur alltaf verið með Ingólfi og vinum hans, spilað með þeim fótbolta og ekkert gefið eftir. Um ástæðurnar að baki tónlistarhæfileikum bræðranna segir Ingó: „ Ég held það sé með marga sem hneigjast að tónlist að þeir svona þurfa þetta. Þetta kemur í staðin fyrir eitthvað hjá mörgum, einhverskonar fix.“Ingó varð heimsþekktur á Íslandi með laginu Bahama með Veðurguðunum.Full hreinskilinn á „brennivínstímabilinu“ Ingó segir að þegar á „brennivínstímabili“ hans stóð hafi hann á köflum verið full hreinskilinn. „Það kom manni í smá vandræði, það var engin bremsa. Mér fannst ég alltaf vera að segja sannleikann en oft má satt kyrrt liggja,“ segir Ingólfur. Ingó hætti að drekka fyrir ári síðan en hann segir lífsstílinn hafa haft áhrif á gæði frammistöðu hans á tónleikum. „Þetta voru aldrei 2-3, svona 20-30 frekar, á hverju kvöldi og haldið áfram. Svo var maður bara orðinn bensínlaus í tónlistarbransanum. Hvort sem að áfengið hafi valdið því eða að ég hafi bara keyrt mig út og hafi notað brennivínið til að halda mér gangandi,“ segir Ingólfur sem segist finna fyrir því að giggin gangi miklu betur eftir að hann hætti að drekka. „Fólk skynjar að þegar listamaðurinn er virkilega að leggja sig fram, þá virðir það listamanninn meira,“ segir Ingó og bætir við að lífsstíll sem þessi virki kannski þegar maður sé rokkstjarna í Bandaríkjunum en ekki hjá tónlistarmönnum sem mæta og trylla lýðinn í fertugsafmælum landsins.Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira