Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 14:47 Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Vísir/Getty Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira