Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 13:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira