Íslendingar geti fengið fullan aðgang að netverslun Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta gleðifréttir. NordicPhotos/Getty „Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30