Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2019 07:00 Lögfræðingar Ríkisskattstjóra eru enn að meta úrskurð Persónuverndar. fréttablaðið/Anton Brink Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira