Tvær ljósmyndir Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Þrátt fyrir að tugir milljóna manna séu á flótta í heiminum eru það sögur einstaklinga sem snerta okkur mest. Ljósmyndin af Oscar Alberto og Valeriu tæplega 2 ára þar sem þau liggja á grúfu, hún með hönd um háls föður síns, birti sannleika sem við þekkjum en sjáum sjaldan. Þau drukknuðu á leið yfir Rio Grande og komust aldrei til Bandaríkjanna. Myndin birti miskunnarlausa stefnu Bandaríkjanna. Á sama tíma eru sagðar fréttir af börnum sem leita skjóls á Íslandi. Síðast saga föður með synina Mahdi og Ali, 8 og 10 ára. Önnur saga sem við höfum heyrt er af stúlkunni Zainab í Hagaskóla sem er hætt að brosa eftir að hafa verið tilkynnt að hér fái hún ekki skjól. Nemendur Hagaskóla hafa staðið með henni og mótmælt brottvísun hennar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Allir sem vilja vita þekkja hvaða veruleiki bíður þeirra þar. Fréttaflutningurinn hefur verið af sorglegum sögum barna sem leita skjóls á Íslandi og af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Það er pólitísk stefna stjórnvalda að koma svona fram við börn og ekkert sem skyldar stjórnvöld til þess. Útlendingastofnun ber ekki ein þá ábyrgð frekar en bandarískir landamæraverðir bera ábyrgð á pólitík Trumps. Ljósmyndin af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann situr á stól með hendur í skauti sér og bíður þess að bróðir hans fái læknisaðstoð segir ekki aðeins sorglega sögu þessara bræðra heldur sorglega sögu af stefnu íslenskra stjórnvalda. Bróðirinn er svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þykir á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þykir ferðafær verður honum vísað úr landi. Það er ljósmyndin frá Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Þrátt fyrir að tugir milljóna manna séu á flótta í heiminum eru það sögur einstaklinga sem snerta okkur mest. Ljósmyndin af Oscar Alberto og Valeriu tæplega 2 ára þar sem þau liggja á grúfu, hún með hönd um háls föður síns, birti sannleika sem við þekkjum en sjáum sjaldan. Þau drukknuðu á leið yfir Rio Grande og komust aldrei til Bandaríkjanna. Myndin birti miskunnarlausa stefnu Bandaríkjanna. Á sama tíma eru sagðar fréttir af börnum sem leita skjóls á Íslandi. Síðast saga föður með synina Mahdi og Ali, 8 og 10 ára. Önnur saga sem við höfum heyrt er af stúlkunni Zainab í Hagaskóla sem er hætt að brosa eftir að hafa verið tilkynnt að hér fái hún ekki skjól. Nemendur Hagaskóla hafa staðið með henni og mótmælt brottvísun hennar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Allir sem vilja vita þekkja hvaða veruleiki bíður þeirra þar. Fréttaflutningurinn hefur verið af sorglegum sögum barna sem leita skjóls á Íslandi og af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Það er pólitísk stefna stjórnvalda að koma svona fram við börn og ekkert sem skyldar stjórnvöld til þess. Útlendingastofnun ber ekki ein þá ábyrgð frekar en bandarískir landamæraverðir bera ábyrgð á pólitík Trumps. Ljósmyndin af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann situr á stól með hendur í skauti sér og bíður þess að bróðir hans fái læknisaðstoð segir ekki aðeins sorglega sögu þessara bræðra heldur sorglega sögu af stefnu íslenskra stjórnvalda. Bróðirinn er svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þykir á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þykir ferðafær verður honum vísað úr landi. Það er ljósmyndin frá Íslandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun