Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2019 20:09 Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira