Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2019 18:44 Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45