Fyrirliði Evrópumeistara Liverpool með nýtt húðflúr og fær líka að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 11:30 Jordan Henderson með Meistaradeildarbikarinn sem verður hér eftir alltaf "hluti af honum“. Getty/Marc Atkins Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019 Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019
Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira