Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Sigrún Elva Einarsdóttir og Birna Þórisdóttir og Ásgeir R. Helgason skrifa 2. júlí 2019 07:15 Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. Krabbameinsfélagið fagnar því nýrri aðgerðaráætlun sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðuneytið sem leggur til sykurskatt og lækkað verð á grænmeti og ávöxtum. Aukin líkamsþyngd er staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aukin neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á krabbameinum, bæði í gegnum betri þyngdarstjórnun og vegna þess hve rík þessi matvæli eru af trefjum og öðrum hollefnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að sporna við aukinni tíðni ofþyngdar og offitu til að bæta heilsufar þjóða. Norræn rannsókn frá 2017 sem byggir meðal annars á gögnum Krabbameinsskrár Íslands áætlaði varlega að með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir mætti koma í veg fyrir að rúmlega 1.000 manns fái krabbamein á næstu 30 árum. Það væru að jafnaði þrír einstaklingar á mánuði. Það er því til mikils að vinna. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Til að kynna sér magn sykurs í mismunandi matvælum má heimsækja vefsíðuna sykurmagn.is á vegum Embættis landlæknis. Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga yngri en 75 ára. Þriðji hver Íslendingur má vænta þess að fá krabbamein á ævinni. Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það er von okkar að hagsmunaaðilar sjái tækifærin í áætluninni því sykurskattur getur verið jákvætt skref í þágu lýðheilsu landsmanna og sterk forvörn gegn krabbameinum. Rétt er að taka fram að aðgerðir sem miða að því að draga úr sykurneyslu landsmanna nýtast öllum óháð líkamsþyngd. Hér er á ferð lýðheilsusjónarmið sem byggir á fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess, heilsunnar vegna, að reyna að draga úr óhóflegri þyngdaraukningu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun