Hundruð manna hafa látið lífið við að reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó árlega undanfarna áratugi. Dósent í spænsku við Háskóla Íslands segir því dauða feðgina frá El Salvador sem vakti mikla athygli í síðustu viku engin nýmæli. Fátækt, spilling og glæpagengi hrekja farandfólkið til að hætta lífi sínu til að öðlast mannsæmandi líf norðan landamæranna. Ljósmynd sem sýndi lík 25 ára gamals manns frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans sem drukknuðu í ánni Río Grande á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna sló marga í síðustu viku. Vakti hún athygli á erfiðleikum þeirra þúsunda íbúa Mið-Ameríku sem hafa lagt í hættulega för til að komast til Bandaríkjanna undanfarið. Eins hafa aðstæðurnar á þeim stöðum þar sem því fólki sem kemst til fyrirheitna landsins er haldið valdið hneykslan. Lögfræðingar sem fengu að heimsækja landamærastöð í Texas þar sem hundruðum barna var haldið í þarsíðustu viku lýstu því hvernig börnin hefðu ekki nægilegan aðgang að vatni og mat auk þess sem þau fengju ekki tannbursta eða sápu. Sumum þeirra hefði verið haldið mun lengur en reglur kveða á um.Myndin sem skók heimsbyggðina í síðustu viku. Martínez og Valeria dóttir hans drukknuðu í Río Bravo þegar þau reyndu að komast yfir til Bandaríkjanna.Vísir/EPAÞað sem hefur breyst er kastljós almennings og fjölmiðla Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru ein þau fjölförnustu í heiminum og fara daglega tugir þúsunda manna yfir þau löglega. Þau eru um 3.200 kílómetra löng. Áin Río Grande, sem heitir Río Bravo í Mexíkó, nær yfir um tvo þriðju hluta þeirra. Annars staðar liggja landamærin meðal annars í gegnum hrjóstruga eyðimörk þar sem margir hafa einnig látið lífið í gegnum tíðina. Eftir að Bandaríkin og Mexíkó sömdu um frið í stríði sínu með Guadalupe-sáttmálanum árið 1848 eignuðust Bandaríkin land sem varð að eða rann inn í Arizona, Kaliforníu, Colorado, Nevada, Nýju-Mexíkó, Utah og Wyoming. Lengi framan af voru litlar hömlur á ferðum fólks yfir landamærin en með tímanum jókst eftirlit og hindranir þar. Það var ekki síst á 10. áratug síðustu aldar sem byrjað var að koma upp bókstaflegum hindrunum á landamærunum. Árið 1994 voru fyrstu raunverulegu veggirnir reistir nærri Tijuana. Þá var byrjað að bera á því að Mexíkóar reyndu að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við mála- og menningardeild Háskóla Íslands, bjó í Mexíkó og hefur meðal annars sérhæft sig í bókmenntum og menningu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Hún segir að eftir að veggirnir byrjuðu að rísa á 10. áratungum hafi farandfólk leitað austar á bóginn yfir á sífellt hrjóstrugri og torsóttari svæði til að komast yfir landamærin, þar á meðal yfir ána og eyðimerkurnar í Arizona og Nýju-Mexíkó. Oft hafi þessari ferðir endað með hörmungum. Í kringum aldamót voru fréttir af dauðsföllum förufólks nánast daglegt brauð í fréttum í suðvesturríkjum Bandaríkjanna og norðurríkjum Mexíkó. Fólk hafði þá ýmist dáið úr þorsta í eyðimörkinni eða drukknað í ánni. Áætlað sé að um 400 manns hafi látist á landamærunum á ári á síðasta áratug. „Það er auðvitað skelfilegt að sjá myndina af feðginunum sem hefur birst í fjölmiðlum undanfarna daga, en þetta eru engin nýmæli. Það sem hefur breyst er að alþjóð er með augun á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og blaðamenn víða um heim fjalla um atburðina sem eru nú að gerast þarna,“ segir Kristín Guðrún.Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við mála- og menningadeild Háskóla Íslands.Háskóli ÍslandsGert saknæmt að hjálpa förufólki Mörgum blöskraði mannúðarástandið á landamærunum og voru ýmis hjálparsamtök stofnuð til að reyna að aðstoða förufólkið. Ein þeirra komu til dæmis fyrir áberandi plasttunnum með drykkjavatni hér og þar í eyðimörkinni til að forða fólkinu frá því að deyja úr þorsta. Árið 2004 var ástandið orðið svo slæmt að mexíkósk stjórnvöld gáfu út umdeildan leiðbeiningabækling fyrir fólk sem ætlaði sér að fara yfir landamærin. Þar var því gefið ráð um hvernig það ætti að bera sig að við aðstæður í eyðimörkinni og við landamæraána. Kristín Guðrún segir að bæklingnum hafi verið dreift í einni og hálfri milljón eintaka í suðvesturríkjum landsins eins og Jalisco og Michoacán þaðan sem stór hluti farandaverkamanna og förufólks kom á þeim tíma. Bandarísk yfirvöld hafa undanfarið sóst eftir því að gera það saknæmt að hjálpa fólki sem kemur ólöglega yfir landamærin. Landamæraverðir hafa jafnframt lagt hald á og eytt vistum sem fólk hefur skilið eftir förufólkinu til hjálpar. Í janúar voru fjórar konur frá sjálfboðaliðasamtökum í Arizona sakfelldar fyrir að skilja eftir mat og drykk í eyðimörkinni í Arazona þegar hitabylgja gekk yfir sumarið 2017.Miðamerísk fjölskylda veður Río Bravo/Grande undir alþjóðabrúnni á milli Juárez-borgar í suðri og El Paso í norðri.Vísir/EPAÖrvænting rekur þau ólöglega yfir landamærin Eftir að Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna árið 2017 hefur orðræða og aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn förufólki harðnað til muna. Trump lýsti Mexíkóum sem nauðgurum og glæpamönnum í kosningabaráttunni. Sem forseti hefur hann reynt flest sem hann getur til að koma í veg fyrir að fólk frá Rómönsku Ameríku komi yfir landamærin. Síðasta sumar vakti stefna ríkisstjórnar hans um að skilja að fjölskyldur sem komu ólöglega yfir landamærin í sundur hneykslan. Ætlun ríkisstjórnarinnar með aðskilnaðinum var að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin. Stjórnin var gerð afturreka með stefnuna en hún hefur haldið fast við að handtaka alla þá sem kom ólöglega yfir landamærin og halda þeim. Þá hefur hún reynt hvað hún getur að þrengja að rétti fólks til að leita hælis á landamærunum. Þannig hefur myndast gríðarlegt álag á stofnanir og innviði í Bandaríkjunum sem er ætlað að taka við hælisleitendum og förufólki. Við það ástand berast fréttirnar af ömurlegum aðbúnaði barna í haldi bandarísku alríkisstjórnarinnar og sláandi myndir af feðginunum drukknuðu. Í vetur lýsti Trump svo yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að Bandaríkjaþing neitaði að fjármagna landamæramúrinn sem hann vill reisa þar. Það gerði hann til að geta skipað hernum að færa til fjármagn og mannafla til múrsins án samþykkis þingsins. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að stefnu Trump-stjórnar um að leyfa aðeins takmörkuðum fjölda fólks að sækja um hæli á dag hafi leitt til þess að fólk reyni hættulegar leiðir til að komast yfir landamærin. Fjölmörgum er vísað frá á landamærunum og sagt að bíða í Mexíkó án þess að fólk viti hvort og hvenær það geti fengið að óska hælis. „Þetta fólk ætlar sér að sækja um hæli í Bandaríkjunum, en það hefur gengið upp og ofan, og mjög hægt vegna mannfjöldans og stjórnarhátta Bandaríkjanna. Sumt af þessu fólki bíður í troðfullum flóttamannaskýlum í landamæraborgum og -bæjum í Mexíkó og er orðið örvæntingafullt, og einhverjir grípa til þess ráðs að fara ólöglega yfir mörkin, stundum með átakanlegum afleiðingum eins og ljósmyndin af drukknuðu feðginunum sýnir,“ segir Kristín Guðrún. Því hafnaði Ken Cuccinelli, starfandi forstöðumaður innflytjenda- og borgaraþjónustu Bandaríkjanna, á fimmtudagskvöld þegar hann kenndi föðurnum um að hann og dóttir hans drukknuðu. „Ástæðan fyrir því að harmleikir sem þessi eiga sér stað á landamærunum okkar er sú að faðirinn vildi ekki fara í gegnum hælisferlið á löglegan hátt og ákvað að fara yfir ána og dó ekki bara heldur dó dóttir hans sorglega líka,“ sagði Cuccinnelli sem fullyrti að dauðsföll sem þessi héldu áfram að eiga sér stað nema Bandaríkjastjórn fjarlægði það sem hann kallaði hvata í hælisleitendakerfi sínu.Undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn hafa mexíkósk yfirvöld reynt að leggja stein í götu förufólks á leið norður. Hér stöðva mexíkóskir herlögreglumenn förufólk frá Gvatemala sem ætlaði að reyna að komast yfir Río Bravo í Juárez-borg í síðasta mánuði.AP/Christian ChavezMeira af fjölskyldum frá Mið-Ameríku en áður Hópurinn sem reynir að komast yfir landamærin hefur að vissu leyti orðið viðkvæmari undanfarin misseri. Kristín Guðrún segir að áður fyrr hafi megnið af þeim sem freistuðu gæfunnar verið frá Mexíkó, yfir leitt ungir karlmenn þótt eitthvað væri um konur og börn. Í seinni tíð hefur borið meira á að fólk frá Mið-Ameríkulöndum eins og Gvatemala, El Salvador og Níkaragva reyni að komast til Bandaríkjanna, oft heilu fjölskyldurnar, ungt fólk með börn. Mikla athygli vakti síðasta haust þegar stór hópur þeirra ferðaðist saman í föruneyti í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó sem Trump forseti nýtti óspart til að ala á ótta við innflytjendur. Ýjaði hann meðal annars að því rakalaust að í hópnum gætu leynst hryðjuverkamenn frá Miðausturlöndum. Auk náttúrulegu hættunnar stafar förufólkinu ógn af fólkssmyglurum sem nefndir eru sléttuúlfar (e./sp. coyotes) og eiturlyfjahringjum sem eru umsvifamiklir í Mexíkó. „Ýmist er það notað sem burðardýr, er rænt af glæpahópum eða svikið um upphæðir sem það hefur borgað svokölluðum „sléttuúlfum“ sem fara með hópa fólks yfir mörkin í skjóli nætur,“ segir Kristín Guðrún um förufólkið.Félagar í glæpagenginu Mara Salvatrucha þekkjast gjarnan á húðflúrunum.Vísir/GettySum gengin sem fólk flýr urðu til í Bandaríkjunum Hvað er það þá sem fær ungt fjölskyldufólk frá ólíkum löndum til að leggja á sig svo hættulega för með börn sín? Kristín Guðrún segir ekkert einhlýtt svar við því. Það megi þó einkum rekja til fátæktar, spillingar stjórnvalda og ekki síst skipulagðrar glæpastarfsemi og ofbeldis í þessum löndum. „Ungt fólk eygir ekki mikla framtíðarmöguleika og margir lenda í þessum gengjum. Gífurlegur fjöldi ungs fólks situr í fangelsi, sumir hverjir nánast börn,“ segir Kristín Guðrún. Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að dauði feðginanna á landamærunum í síðustu viku hafi verið á ábyrgð stjórnvalda í heimalandinu. Þau þurfi að bæta aðstæður þar svo enginn þurfi að flýja landið. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Kaldhæðnislegt er að sum glæpagengjanna sem nú hrella íbúa Mið-Ameríku og hrekja fólk norður urðu til í Bandaríkjunum. Þannig segir Kristín Guðrún að Mara Salvatrucha-samtökin alræmdu hafi orðið til sem götugengi í Los Angeles í Kaliforníu á 9. áratugnum. Meðlimir Mara Salatrucha voru ungir innflytjendur frá El Salvador sem höfðu margir barist í borgarastríðinu þar frá 1979 til 1992 eða flúið það. Síðar voru einhverjir félagar í gengjunum reknir frá Bandaríkjunum og sendir til heimalandsins þar sem þeir héldu glæpastarfseminni áfram. „Nú eru hópar sem þessi ein helsta ógn landsins og annarra Mið-Ameríkuríkja og allt er þetta einhvern veginn samofið, glæpastarfsemin, eiturlyfjasalan, lögreglan, herinn, stjórnmálin. En hinn almenni borgari er orðinn þreyttur á þessu ástandi og er í leit að friðsælu og mannsæmandi lífi utan heimalandsins,“ segir Kristín Guðrún. Bandaríkin Fréttaskýringar Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Forseti El Salvador segir að bæta þurfi aðstæður þar í landi svo fólk þurfi ekki að flýja þaðan. 1. júlí 2019 10:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent
Hundruð manna hafa látið lífið við að reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó árlega undanfarna áratugi. Dósent í spænsku við Háskóla Íslands segir því dauða feðgina frá El Salvador sem vakti mikla athygli í síðustu viku engin nýmæli. Fátækt, spilling og glæpagengi hrekja farandfólkið til að hætta lífi sínu til að öðlast mannsæmandi líf norðan landamæranna. Ljósmynd sem sýndi lík 25 ára gamals manns frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans sem drukknuðu í ánni Río Grande á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna sló marga í síðustu viku. Vakti hún athygli á erfiðleikum þeirra þúsunda íbúa Mið-Ameríku sem hafa lagt í hættulega för til að komast til Bandaríkjanna undanfarið. Eins hafa aðstæðurnar á þeim stöðum þar sem því fólki sem kemst til fyrirheitna landsins er haldið valdið hneykslan. Lögfræðingar sem fengu að heimsækja landamærastöð í Texas þar sem hundruðum barna var haldið í þarsíðustu viku lýstu því hvernig börnin hefðu ekki nægilegan aðgang að vatni og mat auk þess sem þau fengju ekki tannbursta eða sápu. Sumum þeirra hefði verið haldið mun lengur en reglur kveða á um.Myndin sem skók heimsbyggðina í síðustu viku. Martínez og Valeria dóttir hans drukknuðu í Río Bravo þegar þau reyndu að komast yfir til Bandaríkjanna.Vísir/EPAÞað sem hefur breyst er kastljós almennings og fjölmiðla Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru ein þau fjölförnustu í heiminum og fara daglega tugir þúsunda manna yfir þau löglega. Þau eru um 3.200 kílómetra löng. Áin Río Grande, sem heitir Río Bravo í Mexíkó, nær yfir um tvo þriðju hluta þeirra. Annars staðar liggja landamærin meðal annars í gegnum hrjóstruga eyðimörk þar sem margir hafa einnig látið lífið í gegnum tíðina. Eftir að Bandaríkin og Mexíkó sömdu um frið í stríði sínu með Guadalupe-sáttmálanum árið 1848 eignuðust Bandaríkin land sem varð að eða rann inn í Arizona, Kaliforníu, Colorado, Nevada, Nýju-Mexíkó, Utah og Wyoming. Lengi framan af voru litlar hömlur á ferðum fólks yfir landamærin en með tímanum jókst eftirlit og hindranir þar. Það var ekki síst á 10. áratug síðustu aldar sem byrjað var að koma upp bókstaflegum hindrunum á landamærunum. Árið 1994 voru fyrstu raunverulegu veggirnir reistir nærri Tijuana. Þá var byrjað að bera á því að Mexíkóar reyndu að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við mála- og menningardeild Háskóla Íslands, bjó í Mexíkó og hefur meðal annars sérhæft sig í bókmenntum og menningu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Hún segir að eftir að veggirnir byrjuðu að rísa á 10. áratungum hafi farandfólk leitað austar á bóginn yfir á sífellt hrjóstrugri og torsóttari svæði til að komast yfir landamærin, þar á meðal yfir ána og eyðimerkurnar í Arizona og Nýju-Mexíkó. Oft hafi þessari ferðir endað með hörmungum. Í kringum aldamót voru fréttir af dauðsföllum förufólks nánast daglegt brauð í fréttum í suðvesturríkjum Bandaríkjanna og norðurríkjum Mexíkó. Fólk hafði þá ýmist dáið úr þorsta í eyðimörkinni eða drukknað í ánni. Áætlað sé að um 400 manns hafi látist á landamærunum á ári á síðasta áratug. „Það er auðvitað skelfilegt að sjá myndina af feðginunum sem hefur birst í fjölmiðlum undanfarna daga, en þetta eru engin nýmæli. Það sem hefur breyst er að alþjóð er með augun á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og blaðamenn víða um heim fjalla um atburðina sem eru nú að gerast þarna,“ segir Kristín Guðrún.Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við mála- og menningadeild Háskóla Íslands.Háskóli ÍslandsGert saknæmt að hjálpa förufólki Mörgum blöskraði mannúðarástandið á landamærunum og voru ýmis hjálparsamtök stofnuð til að reyna að aðstoða förufólkið. Ein þeirra komu til dæmis fyrir áberandi plasttunnum með drykkjavatni hér og þar í eyðimörkinni til að forða fólkinu frá því að deyja úr þorsta. Árið 2004 var ástandið orðið svo slæmt að mexíkósk stjórnvöld gáfu út umdeildan leiðbeiningabækling fyrir fólk sem ætlaði sér að fara yfir landamærin. Þar var því gefið ráð um hvernig það ætti að bera sig að við aðstæður í eyðimörkinni og við landamæraána. Kristín Guðrún segir að bæklingnum hafi verið dreift í einni og hálfri milljón eintaka í suðvesturríkjum landsins eins og Jalisco og Michoacán þaðan sem stór hluti farandaverkamanna og förufólks kom á þeim tíma. Bandarísk yfirvöld hafa undanfarið sóst eftir því að gera það saknæmt að hjálpa fólki sem kemur ólöglega yfir landamærin. Landamæraverðir hafa jafnframt lagt hald á og eytt vistum sem fólk hefur skilið eftir förufólkinu til hjálpar. Í janúar voru fjórar konur frá sjálfboðaliðasamtökum í Arizona sakfelldar fyrir að skilja eftir mat og drykk í eyðimörkinni í Arazona þegar hitabylgja gekk yfir sumarið 2017.Miðamerísk fjölskylda veður Río Bravo/Grande undir alþjóðabrúnni á milli Juárez-borgar í suðri og El Paso í norðri.Vísir/EPAÖrvænting rekur þau ólöglega yfir landamærin Eftir að Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna árið 2017 hefur orðræða og aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn förufólki harðnað til muna. Trump lýsti Mexíkóum sem nauðgurum og glæpamönnum í kosningabaráttunni. Sem forseti hefur hann reynt flest sem hann getur til að koma í veg fyrir að fólk frá Rómönsku Ameríku komi yfir landamærin. Síðasta sumar vakti stefna ríkisstjórnar hans um að skilja að fjölskyldur sem komu ólöglega yfir landamærin í sundur hneykslan. Ætlun ríkisstjórnarinnar með aðskilnaðinum var að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin. Stjórnin var gerð afturreka með stefnuna en hún hefur haldið fast við að handtaka alla þá sem kom ólöglega yfir landamærin og halda þeim. Þá hefur hún reynt hvað hún getur að þrengja að rétti fólks til að leita hælis á landamærunum. Þannig hefur myndast gríðarlegt álag á stofnanir og innviði í Bandaríkjunum sem er ætlað að taka við hælisleitendum og förufólki. Við það ástand berast fréttirnar af ömurlegum aðbúnaði barna í haldi bandarísku alríkisstjórnarinnar og sláandi myndir af feðginunum drukknuðu. Í vetur lýsti Trump svo yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að Bandaríkjaþing neitaði að fjármagna landamæramúrinn sem hann vill reisa þar. Það gerði hann til að geta skipað hernum að færa til fjármagn og mannafla til múrsins án samþykkis þingsins. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að stefnu Trump-stjórnar um að leyfa aðeins takmörkuðum fjölda fólks að sækja um hæli á dag hafi leitt til þess að fólk reyni hættulegar leiðir til að komast yfir landamærin. Fjölmörgum er vísað frá á landamærunum og sagt að bíða í Mexíkó án þess að fólk viti hvort og hvenær það geti fengið að óska hælis. „Þetta fólk ætlar sér að sækja um hæli í Bandaríkjunum, en það hefur gengið upp og ofan, og mjög hægt vegna mannfjöldans og stjórnarhátta Bandaríkjanna. Sumt af þessu fólki bíður í troðfullum flóttamannaskýlum í landamæraborgum og -bæjum í Mexíkó og er orðið örvæntingafullt, og einhverjir grípa til þess ráðs að fara ólöglega yfir mörkin, stundum með átakanlegum afleiðingum eins og ljósmyndin af drukknuðu feðginunum sýnir,“ segir Kristín Guðrún. Því hafnaði Ken Cuccinelli, starfandi forstöðumaður innflytjenda- og borgaraþjónustu Bandaríkjanna, á fimmtudagskvöld þegar hann kenndi föðurnum um að hann og dóttir hans drukknuðu. „Ástæðan fyrir því að harmleikir sem þessi eiga sér stað á landamærunum okkar er sú að faðirinn vildi ekki fara í gegnum hælisferlið á löglegan hátt og ákvað að fara yfir ána og dó ekki bara heldur dó dóttir hans sorglega líka,“ sagði Cuccinnelli sem fullyrti að dauðsföll sem þessi héldu áfram að eiga sér stað nema Bandaríkjastjórn fjarlægði það sem hann kallaði hvata í hælisleitendakerfi sínu.Undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn hafa mexíkósk yfirvöld reynt að leggja stein í götu förufólks á leið norður. Hér stöðva mexíkóskir herlögreglumenn förufólk frá Gvatemala sem ætlaði að reyna að komast yfir Río Bravo í Juárez-borg í síðasta mánuði.AP/Christian ChavezMeira af fjölskyldum frá Mið-Ameríku en áður Hópurinn sem reynir að komast yfir landamærin hefur að vissu leyti orðið viðkvæmari undanfarin misseri. Kristín Guðrún segir að áður fyrr hafi megnið af þeim sem freistuðu gæfunnar verið frá Mexíkó, yfir leitt ungir karlmenn þótt eitthvað væri um konur og börn. Í seinni tíð hefur borið meira á að fólk frá Mið-Ameríkulöndum eins og Gvatemala, El Salvador og Níkaragva reyni að komast til Bandaríkjanna, oft heilu fjölskyldurnar, ungt fólk með börn. Mikla athygli vakti síðasta haust þegar stór hópur þeirra ferðaðist saman í föruneyti í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó sem Trump forseti nýtti óspart til að ala á ótta við innflytjendur. Ýjaði hann meðal annars að því rakalaust að í hópnum gætu leynst hryðjuverkamenn frá Miðausturlöndum. Auk náttúrulegu hættunnar stafar förufólkinu ógn af fólkssmyglurum sem nefndir eru sléttuúlfar (e./sp. coyotes) og eiturlyfjahringjum sem eru umsvifamiklir í Mexíkó. „Ýmist er það notað sem burðardýr, er rænt af glæpahópum eða svikið um upphæðir sem það hefur borgað svokölluðum „sléttuúlfum“ sem fara með hópa fólks yfir mörkin í skjóli nætur,“ segir Kristín Guðrún um förufólkið.Félagar í glæpagenginu Mara Salvatrucha þekkjast gjarnan á húðflúrunum.Vísir/GettySum gengin sem fólk flýr urðu til í Bandaríkjunum Hvað er það þá sem fær ungt fjölskyldufólk frá ólíkum löndum til að leggja á sig svo hættulega för með börn sín? Kristín Guðrún segir ekkert einhlýtt svar við því. Það megi þó einkum rekja til fátæktar, spillingar stjórnvalda og ekki síst skipulagðrar glæpastarfsemi og ofbeldis í þessum löndum. „Ungt fólk eygir ekki mikla framtíðarmöguleika og margir lenda í þessum gengjum. Gífurlegur fjöldi ungs fólks situr í fangelsi, sumir hverjir nánast börn,“ segir Kristín Guðrún. Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að dauði feðginanna á landamærunum í síðustu viku hafi verið á ábyrgð stjórnvalda í heimalandinu. Þau þurfi að bæta aðstæður þar svo enginn þurfi að flýja landið. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Kaldhæðnislegt er að sum glæpagengjanna sem nú hrella íbúa Mið-Ameríku og hrekja fólk norður urðu til í Bandaríkjunum. Þannig segir Kristín Guðrún að Mara Salvatrucha-samtökin alræmdu hafi orðið til sem götugengi í Los Angeles í Kaliforníu á 9. áratugnum. Meðlimir Mara Salatrucha voru ungir innflytjendur frá El Salvador sem höfðu margir barist í borgarastríðinu þar frá 1979 til 1992 eða flúið það. Síðar voru einhverjir félagar í gengjunum reknir frá Bandaríkjunum og sendir til heimalandsins þar sem þeir héldu glæpastarfseminni áfram. „Nú eru hópar sem þessi ein helsta ógn landsins og annarra Mið-Ameríkuríkja og allt er þetta einhvern veginn samofið, glæpastarfsemin, eiturlyfjasalan, lögreglan, herinn, stjórnmálin. En hinn almenni borgari er orðinn þreyttur á þessu ástandi og er í leit að friðsælu og mannsæmandi lífi utan heimalandsins,“ segir Kristín Guðrún.
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Forseti El Salvador segir að bæta þurfi aðstæður þar í landi svo fólk þurfi ekki að flýja þaðan. 1. júlí 2019 10:05