Verðhækkanir í kjötvinnslu: „Við höfum frekar haldið aftur af okkur en hitt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2019 11:26 Framkvæmdastjóri Ali ákvað að hækka vöruverð um 4,8% og forstjóri SS ákvað að hækka verð 23 af rúmlega 200 vöruliðum. Vísir Kjötvinnslufyrirtækin Sláturfélag Suðurlands og Ali hafa ráðist í verðhækkanir. Forsvarsmenn beggja fyrirtækja segja ástæðuna vera samspil margra þátta. Verðlisti Ali hækkar um 4,8% á meðan verðhækkanir verða á 23 vöruliðum af rúmlega tvö hundruð sem SS selur til smásölunnar.Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum verðhækkunum í gær. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali, segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið unnt að halda aftur af verðhækkunum lengur. „Það kemur nú fram í bréfinu sem ég sendi til okkar viðskiptavina að við erum að gera fyrstu verðbreytinguna okkar frá því í ágúst 2016. Það vita allir hvernig þjóðfélagið hefur þróast frá árinu 2016 og við höfum frekar haldið aftur af okkur en hitt síðan þá og einhvern tímann þarf þá að gera þetta,“ segir Sveinn inntur eftir skýringu á verðhækkunum.Er þetta þungur róður?„Ja, ég meina allur kostnaður hefur náttúrulega hækkað gríðarlega mikið alveg sama hvað það er, hvort sem það eru opinber gjöld, fasteignaskattar eða laun og ef ég man rétt þá hafa grunnlaun hækkað yfir fimmtíu þúsund krónur á þessu tímabili. Við höfum gert þetta frekar sjaldan. En eins og ég segi, við hækkuðum síðast 2016 og þar áður 2013,“ segir Sveinn.En er útspilið ekki þvert á anda nýrra kjarasamninga?„Þetta er ekkert eitt og sér bara þessir kjarasamningar. Það má segja að þegar svona kemur upp að manni sé refsað fyrir að gera þetta sjaldan. En aftur á móti er maður kannski að reyna að halda aftur af sér eins lengi og hægt er – og kannski stundum of lengi. Það er bara staðan í þessu. Ef menn vilja taka þetta upp þannig þá er þeim frjálst að gera það en mér finnst það frekar ósanngjarnt.“ Aðspurður hvort fleiri þættir hafi haft áhrif svarar Sveinn játandi og nefnir hækkun opinberra gjalda, fasteignaskatta og laun.Mun fólk finna mikið fyrir þessari hækkun? „Já, ég meina vörur okkar munu væntanlega hækka þar sem þú kaupir þær í endursölu eins og í verslunum, þær munu væntanlega hækka um eitthvað svipað, ég geri ráð fyrir því og ætla engum að taka verðhækkunum á sig beint. Við höfum gert þetta sjaldan undanfarið og mætt skilningi á móti.“Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að stefna fyrirtækisins sé að reyna að halda verðstöðugleika. Nú hafi hann aftur á móti þurft að ráðast í hækkanir.SS hækkar 23 af rúmlega 200 vöruliðum Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, hefur einnig séð sig knúinn til að ráðast í verðhækkanir. „Staðreyndin er sú að við hækkuðum hluta af 1944 línunni […] um þrjú prósent og svo er einn sáralítill liður sem í raun engu máli skiptir, einhver Trufflunautasteik þar sem við erum ekki lengur með aðgang að nautavöðvum á lágu verði af því að birgðir eru búnar og þá var þessi litli liður hækkaður um 15%. Þetta er í heildina verðbreyting á 23 af rúmlega 200 vöruliðum sem við seljum til smásölunnar,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. En hvers vegna var ákveðið að ráðast í þessar hækkanir?„Það er nú auðvitað þannig að það er margt sem hefur áhrif á kostnað við vörur, það er auðvitað gengið til dæmis, hluti af umbúðum og öðru er flutt erlendis frá auðvitað hefur íslenska krónan verið að gefa eftir þannig að það eitt og sér hækkar. Það eru náttúrulega hækkanir í gangi, bæði frá opinberum aðilum, flutningafyrirtækjum og fleirum og fleirum og svo að sjálfsögðu líka þessir kjarasamningar. En við auðvitað erum að reyna að halda verðbreytingum á algjöru lágmarki og höfum í heild undanfarin ár reynt að halda hækkunum í eða undir verðbólguvæntingum þannig að við séum ekki að hafa áhrif til hækkunar á vísitölu.“ Steinþór segir að stefna Sláturfélags Suðurlands sé að reyna að halda verðstöðugleika. „Okkar stefna líka almennt er að við erum ekki alltaf að breyta verðinu, þetta eru svona alla jafna ein til tvær verðbreytingar á ári. Við reynum að halda stöðugleika en inn á milli getur náttúrulega kostnaður hækkað eða lækkað en það er ekki alltaf verið að setja það úti verðlagið.“ Kjaramál Matur Neytendur Tengdar fréttir Mörg hunduð prósenta verðhækkanir eigi sér langan aðdraganda Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. 26. apríl 2019 12:55 Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. 14. maí 2019 14:09 „Mjög miklar hækkanir“ í Hagkaup Þurrvörur, brauð, kex, sælgæti og snakk hækkaði töluvert í verði í flestum verslunum á átta mánaða tímabili. 21. júní 2019 11:48 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kjötvinnslufyrirtækin Sláturfélag Suðurlands og Ali hafa ráðist í verðhækkanir. Forsvarsmenn beggja fyrirtækja segja ástæðuna vera samspil margra þátta. Verðlisti Ali hækkar um 4,8% á meðan verðhækkanir verða á 23 vöruliðum af rúmlega tvö hundruð sem SS selur til smásölunnar.Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum verðhækkunum í gær. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali, segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið unnt að halda aftur af verðhækkunum lengur. „Það kemur nú fram í bréfinu sem ég sendi til okkar viðskiptavina að við erum að gera fyrstu verðbreytinguna okkar frá því í ágúst 2016. Það vita allir hvernig þjóðfélagið hefur þróast frá árinu 2016 og við höfum frekar haldið aftur af okkur en hitt síðan þá og einhvern tímann þarf þá að gera þetta,“ segir Sveinn inntur eftir skýringu á verðhækkunum.Er þetta þungur róður?„Ja, ég meina allur kostnaður hefur náttúrulega hækkað gríðarlega mikið alveg sama hvað það er, hvort sem það eru opinber gjöld, fasteignaskattar eða laun og ef ég man rétt þá hafa grunnlaun hækkað yfir fimmtíu þúsund krónur á þessu tímabili. Við höfum gert þetta frekar sjaldan. En eins og ég segi, við hækkuðum síðast 2016 og þar áður 2013,“ segir Sveinn.En er útspilið ekki þvert á anda nýrra kjarasamninga?„Þetta er ekkert eitt og sér bara þessir kjarasamningar. Það má segja að þegar svona kemur upp að manni sé refsað fyrir að gera þetta sjaldan. En aftur á móti er maður kannski að reyna að halda aftur af sér eins lengi og hægt er – og kannski stundum of lengi. Það er bara staðan í þessu. Ef menn vilja taka þetta upp þannig þá er þeim frjálst að gera það en mér finnst það frekar ósanngjarnt.“ Aðspurður hvort fleiri þættir hafi haft áhrif svarar Sveinn játandi og nefnir hækkun opinberra gjalda, fasteignaskatta og laun.Mun fólk finna mikið fyrir þessari hækkun? „Já, ég meina vörur okkar munu væntanlega hækka þar sem þú kaupir þær í endursölu eins og í verslunum, þær munu væntanlega hækka um eitthvað svipað, ég geri ráð fyrir því og ætla engum að taka verðhækkunum á sig beint. Við höfum gert þetta sjaldan undanfarið og mætt skilningi á móti.“Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að stefna fyrirtækisins sé að reyna að halda verðstöðugleika. Nú hafi hann aftur á móti þurft að ráðast í hækkanir.SS hækkar 23 af rúmlega 200 vöruliðum Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, hefur einnig séð sig knúinn til að ráðast í verðhækkanir. „Staðreyndin er sú að við hækkuðum hluta af 1944 línunni […] um þrjú prósent og svo er einn sáralítill liður sem í raun engu máli skiptir, einhver Trufflunautasteik þar sem við erum ekki lengur með aðgang að nautavöðvum á lágu verði af því að birgðir eru búnar og þá var þessi litli liður hækkaður um 15%. Þetta er í heildina verðbreyting á 23 af rúmlega 200 vöruliðum sem við seljum til smásölunnar,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. En hvers vegna var ákveðið að ráðast í þessar hækkanir?„Það er nú auðvitað þannig að það er margt sem hefur áhrif á kostnað við vörur, það er auðvitað gengið til dæmis, hluti af umbúðum og öðru er flutt erlendis frá auðvitað hefur íslenska krónan verið að gefa eftir þannig að það eitt og sér hækkar. Það eru náttúrulega hækkanir í gangi, bæði frá opinberum aðilum, flutningafyrirtækjum og fleirum og fleirum og svo að sjálfsögðu líka þessir kjarasamningar. En við auðvitað erum að reyna að halda verðbreytingum á algjöru lágmarki og höfum í heild undanfarin ár reynt að halda hækkunum í eða undir verðbólguvæntingum þannig að við séum ekki að hafa áhrif til hækkunar á vísitölu.“ Steinþór segir að stefna Sláturfélags Suðurlands sé að reyna að halda verðstöðugleika. „Okkar stefna líka almennt er að við erum ekki alltaf að breyta verðinu, þetta eru svona alla jafna ein til tvær verðbreytingar á ári. Við reynum að halda stöðugleika en inn á milli getur náttúrulega kostnaður hækkað eða lækkað en það er ekki alltaf verið að setja það úti verðlagið.“
Kjaramál Matur Neytendur Tengdar fréttir Mörg hunduð prósenta verðhækkanir eigi sér langan aðdraganda Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. 26. apríl 2019 12:55 Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. 14. maí 2019 14:09 „Mjög miklar hækkanir“ í Hagkaup Þurrvörur, brauð, kex, sælgæti og snakk hækkaði töluvert í verði í flestum verslunum á átta mánaða tímabili. 21. júní 2019 11:48 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mörg hunduð prósenta verðhækkanir eigi sér langan aðdraganda Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. 26. apríl 2019 12:55
Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. 14. maí 2019 14:09
„Mjög miklar hækkanir“ í Hagkaup Þurrvörur, brauð, kex, sælgæti og snakk hækkaði töluvert í verði í flestum verslunum á átta mánaða tímabili. 21. júní 2019 11:48