„Ætlum okkur að keppa um alla titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 20:30 Grímur lyftir Íslandsmeistarabikarnum á loft. vísir/vilhelm Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira