Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:15 Vélar á vegum Ryanair og Lufthansa á flugbraut í Frankfurt. Getty/Bloomberg Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00