Vilja reisa eins konar kastala í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:15 Skjáskot úr kynningarmyndbandinu fyrir Varmártorg. Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið. Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið.
Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira