Þetta reddast Þórlindur Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun