Skúli ekki hluti af „We are back“ air Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 10. júlí 2019 13:59 Skúli Mogensen hefur að sögn Sveins ekki aðkomu að nýja flugfélaginu. Vísir/Vilhelm Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja félagsins we WAB air en WAB er skammstöfun fyrir We Are Back. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir það liggja ljóst fyrir að þetta muni hjálpa ferðaþjónustunni verði þetta að veruleika. Haustið verði þungt fyrir mörg fyrirtæki og nauðsynlegt sé að auka sætaframboð til landsins.Leita að fyrirgreiðslu til að geta tekið lán í Sviss Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem ber heitið Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo. Neo er í eigu Arnars Más Magnúsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Serv ices og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.Frá þessu var greint í Markaðnum í dag. Þar segir einnig að fái hópurinn fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, muni hann í kjölfarið nýta lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá Svissneskum banka.Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi forstöðumaður hagdeildar WOW air.Sveinn Ingi segir í samtali við RÚV að nýja flugfélagið hafi vinnuheitið WAB air sem sé skammstöfun fyrir We Are Back, eða við höfum snúið aftur. Þá staðfestir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og stofnandi, að hann hafi enga aðkomu að stofnun nýs flugfélags. „Það er spurning hvernig lánastofnanir taka í að veita fjármagn í svona starfsemi eftir það sem á undan er gengið. Það er ekki víst að það gangi snuðrulaust fyrir sig. Fer eftir því hvernig grunnplanið er. Það er alveg ljóst ef það bætir í flugframboð með nýju íslensku flugfélagi verði það jákvæðar fréttir yfir ferðaþjónustuna í heild sinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Avianta Capital hefur skuldbundið sig ti lað leggja hinu nýja flugfélagi 5,1 milljarð og er stefnt að því að ráða 500 starfsmenn á næstu tólf mánuðum. „Í haust þá verða menn að treysta á að fá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki alveg á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum. Hvort sem það væri nýtt íslenskt flugfélag eða ákvarðanir annarra flugfélaga um að bæta í framboð, það myndi klárlega hjálpa ferðaþjónustu fyrirtækjum,“ segir Jóhannes Þór. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Sjá meira
Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja félagsins we WAB air en WAB er skammstöfun fyrir We Are Back. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir það liggja ljóst fyrir að þetta muni hjálpa ferðaþjónustunni verði þetta að veruleika. Haustið verði þungt fyrir mörg fyrirtæki og nauðsynlegt sé að auka sætaframboð til landsins.Leita að fyrirgreiðslu til að geta tekið lán í Sviss Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem ber heitið Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo. Neo er í eigu Arnars Más Magnúsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Serv ices og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.Frá þessu var greint í Markaðnum í dag. Þar segir einnig að fái hópurinn fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, muni hann í kjölfarið nýta lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá Svissneskum banka.Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi forstöðumaður hagdeildar WOW air.Sveinn Ingi segir í samtali við RÚV að nýja flugfélagið hafi vinnuheitið WAB air sem sé skammstöfun fyrir We Are Back, eða við höfum snúið aftur. Þá staðfestir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og stofnandi, að hann hafi enga aðkomu að stofnun nýs flugfélags. „Það er spurning hvernig lánastofnanir taka í að veita fjármagn í svona starfsemi eftir það sem á undan er gengið. Það er ekki víst að það gangi snuðrulaust fyrir sig. Fer eftir því hvernig grunnplanið er. Það er alveg ljóst ef það bætir í flugframboð með nýju íslensku flugfélagi verði það jákvæðar fréttir yfir ferðaþjónustuna í heild sinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Avianta Capital hefur skuldbundið sig ti lað leggja hinu nýja flugfélagi 5,1 milljarð og er stefnt að því að ráða 500 starfsmenn á næstu tólf mánuðum. „Í haust þá verða menn að treysta á að fá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki alveg á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum. Hvort sem það væri nýtt íslenskt flugfélag eða ákvarðanir annarra flugfélaga um að bæta í framboð, það myndi klárlega hjálpa ferðaþjónustu fyrirtækjum,“ segir Jóhannes Þór.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Sjá meira
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15