Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 11:21 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira