Skólinn okkar – lög 91/2008 Sævar Reykjalín skrifar 31. júlí 2019 08:00 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun