Að dæma Akureyri í Staðarskála Konráð Guðjónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar