Mál Meek Mill tekið upp að nýju Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 21:05 Robert Williams á BET verðlaunahátíðinni í júní. Getty/Kevin Winter Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira