Forsetinn minnist kveðju forvera síns til tunglfaranna Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 12:27 Fótur Buzz Aldrin á tunglinu árið 1969. AP/NASA Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni. Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni.
Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira