Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þó að ágætis gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Fréttablaðið/Ernir Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52
Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00