Martröð foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:00 Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun