Sýnilegar og ósýnilegar breytingar Elín M. Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar