Lúxemborg líklega fyrsta Evrópulandið til að lögleiða kannabis Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 18:59 Áætlað er að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg. Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg.
Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira